Hundaskóli HRFÍ

Hvolpanámskeið

Fyrir hvolpa á aldrinum 3-7 mánaða.

Unnið með samstarfsvilja hundsins og honum kennt að vera í augnsambandi við stjórnandann Farið er í grunnæfingar m.a. slökun, taumþjálfun, innkall, sitja og liggja. Í upphafi og lok hvers námskeiðs eru bóklegir tímar, þeir eru hundlausir og taka 2-3 klst. Verkleg skipti námskeiðsins eru sjö og hver tími 1-1½ klst. Miðað er við að hver kennari leiðbeini 5-7 hundum í hverjum tíma. Í lok námskeiðsins er tekið bæði verklegt og skriflegt próf.

Námskeiðið veitir hundaeigendum afslátt af hundaleyfisgjöldum hjá þeim bæjar- eða sveitarfélögum sem bjóða upp á slíkt. Áður en hvolpur byrjar á námskeiði þarf hann að hafa verið bólusettur gegn smáveirusótt (parvo) tvisvar sinnum.

Staðsetning námskeiða:
Bílahús, Hafnarfirði.

Leiðbeinendur: Valgerður Júlíusdóttir.

Skráning og greiðsla:
Skráning fer fram neðar á síðunni. Hundaþjálfarar Hundaskóla HRFÍ hafa samband við þátttakendur áður en námskeið hefst.
Námskeiðið kostar 37.100 kr. m. vsk. Ganga skal frá greiðslu áður en námskeiðið hefst. Sjá nánar hér að neðan

Grunn námskeið

Byrjendanámskeið fyrir hunda frá 7 mánaða aldri.

Unnið með samstarfsvilja hundsins og honum kennt að vera í augnsambandi við stjórnandann. Farið er í grunnæfingar m.a. slökun, taumþjálfun, innkall, sitja og liggja. Í upphafi og lok hvers námskeiðs eru bóklegir tímar, þeir eru hundlausir og taka 2-3 klst. Verkleg skipti námskeiðsins eru sjö og hver tími 1-1½ klst. Miðað er við að hver kennari leiðbeini 5-7 hundum í hverjum tíma. Í lok námskeiðsins er tekið bæði verklegt og skriflegt próf. Á grunnnámskeiði eru gerðar meiri kröfur til hundsins en á hvolpanámskeiðum, en allt fer þetta eftir getu hunds og stjórnanda.

Námskeiðið veitir hundaeigendum afslátt af hundaleyfisgjöldum hjá þeim bæjar- eða sveitarfélögum sem bjóða upp á slíkt. Áður en hundur byrjar á grunnnámskeiði þarf hann að hafa verið bólusettur gegn smáveirusótt (parvo).

Staðsetning námskeiða: Bílahús, Hafnarfirði.

Leiðbeinendur: Valgerður Júlíusdóttir.

Skráning og greiðsla:Skráning fer fram neðar á síðunni. Hundaþjálfarar Hundaskóla HRFÍ hafa samband við þátttakendur áður en námskeið hefst.
Námskeiðið kostar 37.100 kr. m. vsk.
Ganga skal frá greiðslu áður en námskeið hefst. Sjá nánar hér að neðan.

Hlýðninámskeið

Fyrir alla hunda sem lokið hafa hvolpa- eða grunnnámskeiði.

Uppbygging námskeiðs: Níu verkleg skipti.
Takmarkaður fjöldi hunda er í hverjum hóp.

Staðsetning námskeiða: Bílahús, Hafnarfirði. 

Leiðbeinendur: Valgerður Júlíusdóttir.

Skráning og greiðsla: Skráning fer fram neðar á síðunni. Hundaþjálfara Hundaskóla HRFÍ hafa samband við þátttakendur áður en námskeið hefst.
Námskeiðið kostar 37.100 kr. m. vsk.
Ganga skal frá greiðslu áður en námskeið hefst. Sjá nánar um skráningu hér að neðan.

Hvolpa- og grunnnámskeið 2024:​​​ 

Kennt er tvisvar sinnum í viku á mánudögum og miðvikudögum kl.18, alls 9 skipti, kennsla fer fram í Hafnarfirði. Hvert námskeið hefst á eftirfarandi dagsetningum:

  • Mánudagur 8. janúar
  • Miðvikudagur 7. febrúar
  • Mánudagur 8. apríl
  • Mánudagur 13. maí
  • Miðvikudagur 7. ágúst
  • Mánudagur 9. september
  • Miðvikudagur 9. október
  • Mánudagur 11. nóvember

Hlýðninámskeið 2024:Verður í febrúar, apríl og október, kennsla fer fram í Hafnarfirði.
​ Námskeiðin eru opin öllum hundum.  Verkleg kennsla fer fram í Hafnarfirði.  Námskeiðið kostar kr. 37.100. Vinsamlegt fyllið út skráningaform hér að neðan. Umsjónaraðili námskeiðs og hundaþjálfari er Valgerður Júlíusdóttir,
vala@hundaskolinn.is, s.  820-6993  / 565-0407 

Ganga skal frá greiðslu áður en námskeið hefst.
Hægt er greiða inn á eftirfarandi reikning:Banki: 0545- Hb: 26- Reikn.: 100151 kt. 280460-5679, setja nafn hundsins í skýringu og senda afrit á vala@hundaskolinn.is